Tók föður sinn í nefið

Keith Richards er kunnur fyrir tónlist sína, en ekki síður …
Keith Richards er kunnur fyrir tónlist sína, en ekki síður fyrir óholla lifnaðarhætti og stórundarlegan fatasmekk Reuters

Gítarleikarinn Keith Richards verður seint talinn góð fyrirmynd, enda ber hann með sér að hafa lifað tímana tvenna. Í viðtali við hann sem birt var í dag í tónlistartímaritinu NME segir gítarleikarinn að undarlegasta efnið sem komið hafi í nasir hans hafi verið askan af föður sínum.

„Það undarlegasta sem ég hef tekið í nefið? Faðir minn, ég tók föður minn í nefið”, hefur tónlistartímaritið eftir gítarleikaranum. „Hann var brenndur og ég stóðst ekki mátið að blanda honum saman við kókaín. Honum hefði verið sama, þetta var býsna gott og ég er enn á lífi”.

Bert Richards, faðir Keith, lést árið 2002, 84 ára að aldri.

Richards, sem er 63 ára er alræmdur fyrir ólifnað og segir í viðtalinu að hann sé heppinn að vera á lífi og ráðleggur ungum tónlistarmönnum að feta ekki í fótspor sín. „Ég gerði þetta af því að svona er ég, nú heldur fólk að þetta sé lífsstíll”, segir Richards. „Ég geri mér engar grillur um eilíft líf, ég er eins og allir aðrir... bara dálítið heppinn”.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson