Reykjavíkurborg vill kaupa hús sem urðu eldi að bráð

Reykjavíkurborg vill kaupa húsin sem brunnu í miðborginni á síðasta …
Reykjavíkurborg vill kaupa húsin sem brunnu í miðborginni á síðasta vetrardag mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Reykjavíkurborg mun ganga til viðræðna við eigendur húsanna sem urðu eldi að bráð í miðborg Reykjavíkur á síðasta vetrardag um kaup á húsunum og lóðum þeirra. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, sér fyrir sér að enduruppbyggingu húsanna geti lokið á tveimur árum, gangi allt að óskum.

Þetta kom fram á fundi fulltrúa eigenda viðkomandi húsa, tryggingafélagsins VÍS, lögmanns eigenda, fulltrúa Minjaverndar og fulltrúa Reykjavíkurborgar, sem lauk rúmlega ellefu í morgun.

„Við gerum þetta ekki síst til að hraða uppbyggingu eins og kostur er," sagði Vilhjálmur. „Einnig til að tryggja að götumyndin haldi sér og verði sem næst því sem hún var.“

„Ég vil sjá þetta sem næst upprunalegri mynd, nú er tækifæri til þess. Svona uppbygging hefur tekist ágætlega, eins og í Aðalstræti,"

Sagði Vilhjálmur að viðræðurnar hæfust nú í vikunni og að fagfólk myndi skoða rústirnar og kanna hvað hægt er að nýta í enduruppbyggingu. Eftir það verða rústirnar fjarlægðar og taldi Vilhjálmur það þurfa að gerast innan tveggja vikna, jafnvel fyrr.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert