Aprílmánuður ekki mælst hlýrri í Bretlandi í 140 ár

Mikil veðurblíða hefur verið í Bretlandi í apríl.
Mikil veðurblíða hefur verið í Bretlandi í apríl. mbl.is/Ómar

Aprílmánuður hefur ekki mælst hlýrri í Bretlandi í 140 ár, en meðalhitinn hefur mælst vera um 11,1 gráða á Celsíus segja breskir veðurfræðingar. Gamla metið var sett árið 1865, en þá mældist meðalhitinn í apríl vera 10,6 gráður. Talið er að hitinn eigi eftir að hækka enn nú um helgina, en því hefur verið spáð að hann muni sumstaðar ná um 23 stigum.

Samkvæmt nýjustu tölum bresku veðurstofunnar benda til þess að síðasta ár gæti verið það hlýjasta í um áratug, en meðalhiti ársins var um 11,6 gráður.

Debbie Hemming, sem starfar við rannsóknir á veðurfarsbreytingum hjá bresku veðurstofunni, leggur á það áherslu að hitastig fari hækkandi um allan heim.

Umhverfis-, matvæla- og dreifbýlisráðuneyti Bretlands hefur varað við því að hlýindunum muni fylgja aukin mengun næstu daga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert