Risessan lögð af stað í gönguför

mbl.is/KGA

Risessan, átta metra há leikbrúða, lagði af stað í gönguferð um götur Reykjavíkur nú í morgun en brúðan er hluti af leikverki franska götuleikhússins Royal de Luxe. Risessan mun í dag ganga um Fríkirkjuveg, Pósthússtræti, Tryggvagötu, Hafnarstræti, Lækjartorg, Skólavörðustíg og upp að Hallgrímskirkju, þar sem hún fær sér hádegisblund en klukkan 15 heldur hún aftur af stað frá Hallgrímskirkju, niður Skólavörðustíg, upp Laugaveg, Snorrabraut og gengur eftir Sæbrautinni að hafnarbakkanum en þar mun hún leggjast til svefns.

Borgarbúar hafa undanfarna daga orðið vitni að ýmsu undarlegu en þannig opnaðist goshver á bílastæði í miðborginni, tré hafa vaxið upp í gegnum bíla, strætisvagn hefur verið skorinn í sundur með risavöxnum hnífi og gaffall hefur stungist í gegnum fólksbíl. Þetta tengist allt sögunni um risessuna og föður hennar risann, sem hefur legið í dvala undir borginni í hundrað ár en vaknaði þegar franskir fornleifafræðingar fóru að róta til. Risessan reynir að róa föður sinn og kemur í ljós á morgun hvernig það gengur.

Risessan á gangi við Austurvöll.
Risessan á gangi við Austurvöll. mbl.is/KGA
Risessan á göngu um Lækjargötu.
Risessan á göngu um Lækjargötu. mbl.is/KGA
mbl.is/KGA
mbl.is/KGA
mbl.is/Ómar
mbl.is/Ómar
mbl.is/KGA
mbl.is/KGA
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert