Einar Oddur Kristjánsson látinn

Einar Oddur Kristjánsson.
Einar Oddur Kristjánsson.

Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í NV-kjördæmi, varð bráðkvaddur um hádegisbilið í gær er hann var í fjallgöngu á Kaldbak á Vestfjörðum ásamt hópi fólks. Einar Oddur var 64. ára að aldri og lætur eftir sig eiginkonu, Sigrúnu Gerðu Gísladóttur og þrjú börn.

Einar Oddur fæddist á Flateyri 26. des. 1942. Hann var fyrst kjörinn á þing árið 1995. Einar Oddur var skrifstofumaður á árunum 1961-1965. Póstafgreiðslumaður 1965-1968. Hann varð síðar framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar Hjálms hf., Stjórnarformaður Hjálms hf., Vestfirsks skelfisks hf. og Kambs hf.

Í hreppsnefnd Flateyrarhrepps 1970-1982. Í stjórn Vinnuveitendafélags Vestfjarða síðan 1974. Í varastjórn Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna 1983-1989, í aðalstjórn 1989-1994. Stjórnarformaður Vélbátaútgerðarfélags Ísfirðinga síðan 1984.

Í stjórn Icelandic Freezing Plant Ltd. í Grimsby 1987-1989. Í stjórn Samtaka fiskvinnslustöðva 1981-1996. Formaður Sjálfstæðisfélags Önundarfjarðar 1968-1979. Formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Vestur-Ísafjarðarsýslu 1979-1990. Formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum 1990-1992. Formaður efnahagsnefndar ríkisstjórnarinnar 1988. Formaður Vinnuveitendasambands Íslands 1989-1992. Í stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs 1995. Í stjórn Grænlandssjóðs síðan 2001.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert