Bílabruni rannsakaður

Bílarnir eru rústir einar.
Bílarnir eru rústir einar. mbl.is/Ellert Grétarsson

Í dag hefur lögreglan á Suðurnesjum rannsakað brunann á hafnarsvæðinu í Vogum á Vatnsleysuströnd þar sem átta bílar og einn plastbátur brunnu til kaldra kola. Að sögn rannsóknarlögreglumanns hafa tæknimenn lögreglunnar verið að störfum í dag.

Engar vísbendingar um íkveikju munu hafa fundist en taldi hann að mjög líklega væri tenging á milli bílabrunans og eldsvoða í torfkofa skammt frá á hafnarsvæðinu kvöldið áður.

„Það er ekki ólíklegt að það sé tenging þegar kviknar í á svo fáförnu svæði með svo skömmu millibili," sagði Jóhannes Jensson rannsóknarlögreglumaður í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins. 

Lögreglan á Suðurnesjum auglýsir eftir vitnum og biður alla þá er kunna að hafa vitneskju um málið að hafa samband í síma 420 1700.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka