Frakkar selja Líbýumönnum búnað

Gaddafi og Sarkozy í Elysee höll í gær.
Gaddafi og Sarkozy í Elysee höll í gær. AP

Líbýa stefnir að því að kaupa 14 franskar Rafale orrustuvélar, 35 þyrlur og búnað til hernaðar fyrir 4,5 milljarða evra, 408 milljarða króna, samkvæmt heimildum AFP fréttastofunnar. Ef af samningnum verður er þetta í fyrsta skipti sem Rafale orrustuvélar eru seldar úr landi.

Samkvæmt heimildum hafa löndin tvö undirritað viljayfirlýsingu um viðskipti á búnaði til hernaðar, þar á meðal Rafales vélarnar og þyrlur. Verður gengið frá samkomulaginu þann 1. júlí, samkvæmt heimildum AFP.

 Viljayfirlýsingin er einn af um 10 samningum sem forseti Frakklands, Nicolas Sarkozy og leiðtogi Líbýu, Moamer Gaddafi, undirrituðu í gær á fyrsta degi opinberrar heimsóknar Gaddafi til Frakklands. Gaddafi er í fimm daga heimsókn í Frakklandi en þaðan fer hann til Spánar í fjóra daga. Fyrstu tvo dagana verður hann í einkaerindum en í boði spænskra stjórnvalda þá tvo síðari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert