Þrjár stúlkur fluttar á slysadeild eftir harðan árekstur

Þrjár stúlkur voru fluttar á slysadeild Landspítalans í Fossvogi eftir harðan árekstur á Hafnarfjarðarvegi, á móts við Kópavogslæk, á sjöunda tímanum í kvöld. Þær voru allar í bíl sem keyrði aftan á kerru vegagerðarmanna, sem þarna voru að störfum. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi var óttast að stúlkurnar hafi slasast á baki og hálsi og voru þær fluttar á slysadeild til rannsóknar.

Vegagerðin var með framkvæmdir þar sem slysið átti sér stað og hafði þrengt veginn úr tveimur akreinum í eina. Bíllinn var á suðurleið og sá ökumaður hans merkingar vegagerðarinnar of seint og komst ekki yfir á hina akreinina og lenti aftan á kerru sem var aftan í pallbíl vegagerðarmanna.

Mikil umferðarteppa myndaðist á Hafnarfjarðarvegi eftir slysið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert