Tók rannsóknarlögreglumann kverkataki

rúmlega þrítugur maður trylltist þegar leita átti á honum við komuna til Keflavíkurflugvallar í fyrrakvöld og réðst á lögreglumann og hafði uppi hótanir um líkamsmeiðingar eftir að hann var stöðvaður í tollhliði vegna gruns um að hann væri að smygla fíkniefnum, hugsanlega innvortis.

Ellisif Tinna Víðisdóttir, staðgengill sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli, segir að maðurinn hafi frá upphafi verið mjög ör og æstur og fljótlega eftir að tollleit hófst hafi hann beinlínis tryllst. Hann hafi ráðist á rannsóknarlögreglumann, tekið hann kverkataki og skellt upp að vegg. Þá hafi hann hótað öllum þeim sem komu að málinu lífláti eða líkamsmeiðingum.

Engin leið var að senda manninn í röntgenmyndatöku um kvöldið þar sem hann lét öllum illum látum, né heldur að taka úr honum blóðprufu til að skera úr um hvort hann væri undir áhrifum fíkniefna. Um morguninn voru teknar röntgenmyndir og kom þá í ljós að hann var ekki að smygla fíkniefnum. Honum var sleppt að loknum yfirheyrslum.

Ellisif Tinna segir málið litið mjög alvarlegum augum og embættið hafi verið í sambandi við ríkissaksóknara um rannsókn þess.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert