Svindlaði sér 65 sinnum í göngin

Munni Hvalfjarðarganganna.
Munni Hvalfjarðarganganna. mbl.is/ÞÖK

héraðsdómur Vesturlands hefur dæmt konu í 150.000 króna sekt fyrir að svindla sér 65 sinnum í gegnum Hvalfjarðargöngin án þess að greiða veggjald. Bíll hennar sást í eftirlitsmyndavélum þar sem ekið var í gegnum áskriftarhlið.

Konan og sambýlismaður hennar voru yfirheyrð hjá lögreglu og játuðu að hafa ekið oft um gjaldhliðið gegn rauðu ljósi og munu hafa borið við slæmum fjárhag en að þau hefðu einig gert þetta í mótmælaskyni.

Dómurinn taldi samt enga hættu hafa skapast fyrir vegfarendur og var refsing miðuð við það. Benedikt Bogason héraðsdómari dæmdi málið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert