Dæmdur í 7 ára fangelsi

Fútastova þar sem íslenska ræðismannsskrifstofan í Þórshöfn er til húsa.
Fútastova þar sem íslenska ræðismannsskrifstofan í Þórshöfn er til húsa. mbl.is/Dagur

25 ára gamall Íslendingur, Birgir Páll Marteinsson, sem fundinn var sekur í Færeyjum fyrir fíkniefnabrot, var í kvöld dæmdur í 7 ára fangelsi. Honum var jafnframt vísað alfarið frá Færeyjum. Eftir dómsúrskurðinn sagði Birgir Páll við blaðamenn að sér þætti harðasta refsingin að þurfa að yfirgefa Færeyjar þar sem honum þætti hann eiga heima og ætti sitt skyldfólk.

Uni Birgir Páll ekki niðurstöðu færeyska dómstólsins getur hann áfrýjað til Hæstaréttar í Kaupmannahöfn. Höfðu aðstandendur hans búist við mun vægari dómi.

Birgir Páll hefur setið í gæsluvarðhaldi í Þórshöfn frá því september en hann var ákærður fyrir aðild að svonefndu Pólstjörnumáli þar sem rúm 40 kíló af fíkniefnum voru flutt með skútu frá Danmörku til Íslands með viðkomu í Færeyjum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert