Ætla að bjóða ókeypis netvörn

Anna Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri einstaklingsmarkaðar Símans, María Kristín Gylfadóttir, formaður …
Anna Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri einstaklingsmarkaðar Símans, María Kristín Gylfadóttir, formaður Heimilis og skóla og Hjálmar Gíslason, forstöðumaður vöruþróunar hjá Símanum kynna netvörnina.

SAFT, netverkefni Heimilis og skóla, og Síminn kynntu í dag áætlanir um að bjóða ADSL viðskiptavinum Símans á einstaklingsmarkaði ókeypis aðgang að netvörninni Websense.

Um er að ræða forrit, sem gerir foreldrum kleift að stýra hvaða þáttum netsins það vill hafa opna, og geta þannig opnað eða lokað fyrir til dæmis spjallrásir, torrent-síður og klámsíður.

Heimili og skóli segir, að börn séu mjög berskjölduð fyrir ýmsu ótuktarefni á netinu, til að mynda hafi 49% barna heimsótt klámsíðuraf slysni og 27% hafa gert það af ásettu ráði. Af þeim sem nota spjallrásir á netinu segja 41% að fólk, sem þau hafi kynnst þar, hafi beðið þau að hitta sig augliti til auglitis. Þar af hefur 21% þeirra barna, sem fara á spjallrásir, hitt í eigin persónu einhvern sem þau kynntust á netinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert