Breikkun Suðurlandsvegar í umhverfismati

Suðurlandsvegur.
Suðurlandsvegur. mbl.is/Júlíus

Vegagerðin hefur lagt fram tillögu að matsáætlun fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar frá Hólmsá ofan Reykjavíkur að Hveragerði. Byggja á  svonefndan 2+2 veg með mislægum vegamótum á allt að 7 stöðum. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir geti hafist á næsta ári.

Í tillögu að matsáætlun, sem Línuhönnun hefur unnið, segir að markmið
framkvæmdarinnar sé að auka umferðaröryggi, lækka slysatíðni og tryggja greiðari umferð um Suðurlandsveg.

Þar kemur m.a. fram, að gert sé ráð fyrir mislægum gatnamótum við Bolaöldur, við vegamót Þrengslavegar, við Hellisheiðarvirkjun og við Hverahlíðarvirkjun á Hellisheiði.

Allir geta gert athugasemdir við áætlunina og sent þær til Skipulagsstofnunar, sem þegar hefur leitað umsagnar sveitarfélaga og stofnana.

Tillaga að matsáætlun

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert