Útboð í byrjun næsta árs

Suðurlandsvegur
Suðurlandsvegur

Ef vinna við umhverfismat og skipulagsvinna gengur vel ætti að vera hægt að bjóða út fyrsta áfanga beikkunar Suðurlandsvegar í byrjun næsta árs. Þetta segir Svanur Bjarnason, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Selfossi.

Búið er að leggja fram matsáætlun við tvöföldun Suðurlandsvegar frá Hólmsá til Hveragerðis. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 30. maí nk. Svanur segir að áður en framkvæmdir geti hafist þurfi að ljúka vinnu við umhverfismat. Einnig þurfi sveitarfélögin að gera breytingar á skipulagi. Hann segir að þessari vinnu ljúki í fyrsta lagi í haust. Framkvæmdaleyfi geti því legið fyrir í árslok. Þá yrði fyrsti áfangi, sem er breikkun á háheiðinni, boðinn út í byrjun næsta árs. Ýmislegt getur þó orðið til að tefja þessa áætlun, t.d. ef miklar athugasemdir koma við matsáætlunina eða ef sveitarfélögin eru með miklar athugasemdir við skipulag sem tengist veginum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert