Staðan óljós að Hrauni

Ísbjörninn að Hrauni
Ísbjörninn að Hrauni mbl.is/RAX

Hjalti J. Guðmundsson, sviðsstjóri náttúruauðlinda hjá Umhverfisstofnun, segir að ástandið sé óljóst að Hrauni á Skaga þar sem þess er freistað að deyfa ísbjörninn sem gekk á land. Styggð virðist hafa komið á björninn en fylgst verður með gangi mála hér á mbl.is. Aðgerðir hófust fyrir stuttu við að reyna að skjóta deyfipílum í ísbjörninn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert