Lentu í hrakningum í Færeyjum

Frá Færeyjum í briminu við Mykines
Frá Færeyjum í briminu við Mykines

Ferðamenn frá Norræna félaginu á Akureyri lentu í töluverðum hrakningum í Færeyjum um helgina þegar ofsafengið brim skall á bát þeirra þar sem hann var að leggja úr höfn. Báturinn, Froyur PF-501 með 36 Íslendinga um borð, var á leið til Sörvogs á Vogum frá Mykinesi sem er afar falleg afskekkt eyja í Færeyjum. Engin meiðsl urðu en fólki var nokkuð brugðið.

Sumarhátíð hafði verið nýslitið í Mykinesi og um hundrað manns beið eftir annarri ferju í höfninni þegar brimið gekk yfir. „Báturinn kom inn á höfnina til að sækja okkur og það var mikið brim sem gengur upp og niður. Greiðlega gekk þó fyrir fólk að komast um borð í bátinn. Þegar síðasti úr okkar hóp gekk um borð þá kom þessi rosalega fylla inn á höfnina og á sama augnabliki var ákveðið að sleppa bátnum og keyra inn í ölduna,“ segir Jónas Helgason, fararstjóri íslenska hópsins.

„Það tókst að mestu leyti og við hentumst til í bátnum. Menn héldu sér hvar sem þeir gátu og aðrir veltust um,“ segir Jónas. „Báturinn hafði sig út en við fundum fyrir því þegar hann skall í bjargið á móti.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert