Á söguslóðir

Útlendingar sækja í auknum mæli í nám í íslensku fyrir útlendinga vegna áhuga á rokktónlist. Úlfar Bragason forstöðumaður Stofnunar Sigurðar Nordals segir að nú verði að skipuleggja ferð á söguslóðir Bjarkar og Sigurrósar, ekki síður en Gunnars og Njáls.
Rúmlega eitthundrað útlendingar sóttu um að stunda nám í íslensku og íslenskri menningu við Stofnun Sigurðar Nordals í sumar. Einungis þrjátíu og fimm fengu inni.
Áhugi á íslenskunámi við stofnunina hefur alltaf verið meiri en hún getur annað. Nemendur sem komast áfram eru valdir eftir að hafa gengist undir próf í fyrsta hluti námsefnisins Icelandic on Line. Þeir sem koma hingað hafa flestir svarað níutíu prósentum prófsins rétt. Þannig segir Úlfar að hópurinn verði þéttari og betri. Hann segir að því sé þó ekki að neita að þetta sé líka fjárhagsleg spurning. Hann vilji leggja áherslu á góða kennslu og það sé skortur á kennurum sem hafi þjálfun í að kenna útlendingum. Aldrei hafi verið kvartað undan kennslu hjá stofnuninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka