Vilja að Sigurjón gefi kost á sér sem formaður Frjálslynda flokksins

Sigurjón Þórðarson var þingmaður Frjálslynda flokksins á síðasta kjörtímabili. ( …
Sigurjón Þórðarson var þingmaður Frjálslynda flokksins á síðasta kjörtímabili. ( líffræðingur og skipar 2. sæti Frjálslynda flokksins í Norðvesturkjördæmi. ) nýr þingmaður

Stjórn Frjálslynda flokksins í Eyjafirði skorar á Sigurjón Þórðarson að gefa kost á sér til formensku í Frjálslynd flokknum á landsþingi flokksins sem haldið verður í janúar á næsta ári.

Í tilkynningu segir, að það er mat stjórnarinnar að Sigurjóni sé best treystandi, að öðrum ólöstuðum, í þeirri krefjandi vinnu sem framundan sé að leiða flokkinn áfram til góðra verka og takast á við þau alvarlegu teikn, sem séu á lofti í efnahags og sjávarútvegsmálum Íslendinga.

„Sigurjón er harðduglegur hugsjónamaður, einn af stofnendum flokksins, með góðan skilning á vanda sjávarbyggðanna. Sigurjón hefur aflað sér þekkingar á líffræði án þess að loka sig inni í fílabeinsturni fræðanna, til þess er hann of alþýðlegur og fróðleiksfús," segir m.a. í tilkynningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert