Leitað að íslenskri konu

Leit hófst að nýju í morgun að íslensku konunni sem saknað er í Færeyjum. Lögreglumenn með leitarhunda og slökkviliðsmenn sem kunnugir eru staðháttum í Vestmanna hefja nú leitina en samkvæmt færeyska útvarpinu var skyggni slæmt í morgun en fyrir skömmu fór að létta til.

Bílaleigubíllinn sem konan var með á leigu mun hafa fundist í  Grænanesi í Vestmanna í gær en hún var ekki í bílnum. Lögreglan hefur lýst eftir konunni en ekki hefur spurst til hennar síðan á mánudagsmorgun klukkan átta.

Að sögn lögreglunnar í Færeyjum er konan 61 árs og kom til Færeyja á föstudag. Hún gisti á Hótel Höfn í Þórshöfn fyrstu nóttina en leigði síðan bíl og ætlaði að aka um eyjarnar. Hún átti síðan pantað flug  með Atlantic Airways á mánudag en kom ekki til Voga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka