60 sagt upp hjá Ris ehf.

Byggingafyrirtækið Ris ehf. sagði í dag upp sextíu starfsmönnum vegna erfiðra aðstæðna á mörkuðum. Álíka mörgum var sagt upp hjá Ístaki, að sögn Útvarpsins. 

„Við þurfum að grípa til uppsagna. Flestir þeirra sem missa vinnuna áttu að fara í verkefni á vegum Reykjavíkurborgar en við getum ekki beðið með þetta lengur, því miður,“ segir Magnús Jónsson framkvæmdastjóri Ris. Enn eru um 140 starfsmenn hjá Ris.

Flestir starfsmenn eru með um þriggja mánaða uppsagnafrest en nokkrir með fjögurra mánaða frest, að sögn Magnúsar.

Fyrirsjáanlegt er að verkefni í byggingariðnaði verði fá á næstu misserum vegna mikils samdráttar. Mörg fyrirtæki í byggingariðnaði hafa verið að segja upp starfsmönnum, sum hver öllum sínum starfsmönnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert