Óvíst að lánin verði nýtt að fullu

Frá mótmælafundi um helgina
Frá mótmælafundi um helgina mbl.is/Golli

Alls óvíst er að meginhluti væntanlegra gjaldeyrislána frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og erlendum seðlabönkum, um sex milljarðar Bandaríkjadala, verði í reynd notaður. Þetta segir Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands.

Hann rökstyður þetta svona: „[Lánið] er frekar hugsað sem stuðningur eða bakland við markaðinn með krónuna og ef menn nota það eingöngu þannig, en ekki til að greiða niður skuldir eða greiða fyrir innflutning, þá gengur ekkert á féð og þá verður einfaldlega hægt að skila því þegar um hægist,“ segir Gylfi.

Hann segir lántökuna því í reynd ekki verulega íþyngjandi ef lánin eru bara notuð með þessum hætti.

Það megi jafnvel eingöngu líta á þau sem lánsheimildir, „sem menn hafa og geta nýtt. Þurfi menn síðan ekki að nýta það, þá fylgir því lítill kostnaður og engin vandræði verða með endurgreiðslur þeirra því það reynir ekkert á þær,“ segir Gylfi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert