Fjölskyldur landsins settar í forgang

Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, segir að ríkisstjórnin hafi lagt mikla áherslu á að tryggja fjölskyldur í landinu. Þar megi nefna atvinnuleysisbætur á móti hlutastörfum. Öll íbúðalán verður hægt að flytja til Íbúðalánasjóðs. Stimpilgjöld verði felld niður og hægt að lengja lán, sagði Björgvin á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í dag.

Hann ítrekaði að allir skuldarar hjá bönkunum séu settir undir sama hatt og það hafi verið mjög óheppilegur gjörningur þegar fallið var frá því á stjórnarfundi Kaupþings að undanskilja starfsmenn frá því að greiða lán sem þeir áttu hjá bankanum vegna hlutabréfakaupa. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert