Smærri fataverslanir að verða uppiskroppa með vörur

mbl.is/Valdís

Innflytjendur eru enn að lenda í vandræðum með að fá gjaldeyri til viðskipta sinna. Fyrir fyrirtæki sem ekki hafa verið á forgangslista, s.s. með matvörur, lyf og olíu, hefur það tekið á aðra viku að fá afgreiðslu sinna mála og sum smærri fyrirtæki hafa engan gjaldeyri fengið. Þannig hafa t.d. sumar smærri fataverslanir ekki fengið neina fyrirgreiðslu enn, og fara því að verða uppiskroppa með vörur fyrir jólaverslunina.

Þó að tekist hafi að afla gjaldeyris í flestum tilvikum til fyrirtækja á forgangslista eru seðlabankamenn farnir að hafa áhyggjur af stöðugt hægara innstreymi gjaldeyris. Samkvæmt upplýsingum blaðsins hafa útflutningsfyrirtæki í auknum mæli notast við erlenda bankareikninga til að leggja inn á og ekki viljað koma með gjaldeyri inn í landið við núverandi aðstæður. Því má segja að tvöfalt hagkerfi sé í gangi. Eru þetta sögð eðlileg viðbrögð fyrirtækja, það sé mannlegt eðli að reyna að bjarga sér í neyð.

Vitað er að innflytjendur hafa nýtt sér þessa erlendu reikninga útflutningsfyrirtækja og gengið frá sínum viðskiptum þar. Þó að ekkert ólöglegt sé við þetta eykur þetta hættu á „svartamarkaðsbraski“ með gjaldeyrinn. Hefur evran jafnvel selst á upp undir 300 krónur. Viðmiðunargengi Seðlabankans á evrunni er nú um 166 krónur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert