Ekkert samasemmerki á milli umræðu um Rússalán og herstöðina

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. mbl.is/Golli

„Auðvitað var ég ekki að bjóða Rússum afnot af herstöðinni, enda er það hvorki í mínum verkahring eða í mínu valdi að bjóða slíkt. Og ekkert samasemmerki á milli þessarar umræðu um lán frá Rússum og aðgang að herstöðinni. Það er bara fullkomlega út í hött,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, viðtalið í Kastljósinu í kvöld.

Ólafur Ragnar var spurður út í hádegisfund sem hann átti með erlendum stjórnarerindrekum í danska sendiráðinu. Mikið hefur verið fjallað um fundinn í norrænum fjölmiðlum í dag og það var m.a. staðhæft í frétt vefjarins Barentsobserver.com að Ólafur Ragnar hafi sagt að reynist Rússar Íslendingum vinir í raun geti þeim staðið til boða að nota flugvöllinn á Keflavíkurflugvelli. 

Ólafur Ragnar segir að umræddur fundur hafi bæði verið gagnlegur og nauðsynlegur. „Þarna fóru fram um það bil tveggja klukkustunda umræður þar sem ég lýsti frá mínu sjónarhorni stöðu Íslands og samskiptum okkar við ýmsar þjóðir,“ sagði Ólafur Ragnar og bætti við að hann hefði m.a. fagnað því að Rússar hefðu opnað á það að ræða við Íslendinga um mögulega lánveitingu. „En tengdi það auðvitað á engan hátt við aðgang að herstöðinni. Það er bara eins og hver annar sensationalismi eða hugarburður.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert