IMF-lán strandar á öðrum lánum

Frá fundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
Frá fundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Reuters

Pattstaða virðist vera komin upp varðandi afgreiðslu stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á lánveitingu og efnahagsáætlun fyrir Ísland. IMF segir að ekki sé hægt að afgreiða málið fyrr en búið sé að tryggja fjármögnun að fullu, þ.e. einnig þá upphæð sem þarf til viðbótar við lán sjóðsins.

Vinaþjóðir á borð við Svía segja þó að þeir muni ekki taka ákvörðun um lánveitingu fyrr en eftir afgreiðslu sjóðsins. Morgunblaðið sendi fyrirspurn til IMF um málið og segir m.a. í svarinu: „Fjármögnun áætlunarinnar þarf að vera að fullu lokið áður en hægt er að leggja hana fyrir framkvæmdastjórn sjóðsins.“

Geir H. Haarde forsætisráðherra staðfestir að enn sé eftir að ganga frá fjármögnun annarra ríkja sem þurfi að fylgja láni IMF. Hins vegar sé ljóst að Bretar og Hollendingar beiti áhrifum sínum til að tefja afgreiðslu málsins. „Það hefur allavega einhver áhrif og síðan er ekki búið að ganga frá þessum fjármögnunum. Þetta hangir allt saman.“

Athygli vakti í gær að fulltrúi sænska seðlabankans sagði í samtali við Wall Street Journal að bankinn myndi ákveða hvort hann tæki þátt í björgunarpakka Íslendinga eftir að IMF samþykkti 2,1 milljarða evra lánsumsókn Íslendinga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert