Komu úr mörgum áttum

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. mbl.is/Ómar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, sagði að skilaboðin um að Íslendingar fengju ekki lán nema Icesave-deilan yrði leyst hefðu verið skýr og komið úr mörgum áttum. Ekki bara frá Bretlandi og Hollandi, heldur öllum Evrópusambandsríkjunum auk Norðurlandanna.

Það væru fyrst og fremst þau sem ætluðu að lána Íslendingum það sem út af stæði þegar 2 milljarða dollara lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins væri í höfn.

„Skilaboðin voru skýr vegna þess að öll Evrópuríki telja mikilvægt að þessi reglugerð fái staðist og að það sé ekki réttaróvissa um hana. Væri svo gæti það haft þau áhrif á að almenningur myndi ekki treysta því að það stæði skuldbinding á bak við innistæðurnar í bönkunum. Þess vegna var ekki um annað að ræða en að leysa þetta mál og taka það úr þessu frosti sem það hefur verið í.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka