Segir Steingrím tefja rannsóknarnefnd

Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, á Alþingi í dag.
Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, á Alþingi í dag. mbl.is/Ómar

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, sagði í umræðum á Alþingi um vantrauststillögu á ríkisstjórnina, að þingmenn vissu að Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, hefði hefst tafið fyrir því með fyrirvörum sínum og afstöðu, að hægt yrði að koma rannsóknarnefnd vegna bankahrunsins á laggirnar.

Steingrímur reiddist þessum orðum og hrópaði: Þetta er þvættingur, og: Étt'ann sjálfur.

Björn spurði forseta Alþingis hvort þetta væri orðbragð, sem ætti við í þingsölum og bað Ragnheiður Ríkharðsdóttir, sem sat í forsetastóli, þingmenn um að gæta hófs í orðavali. Steingrímur gekk þá að ræðustólnum og horfði á Björn og gekk síðan að Geir H. Haarde, forsætisráðherra og spurði hann hvort Björn hefði þessar upplýsingar frá honum. Ragnheiður bað þá þingmenn að gæta hófs í framgöngu. 

Björn sagði, að það yrði að upplýsa eins og annað, ef menn gætu ekki og vildu ekki ná samstöðu um þessi mál í þinginu. Sagðist Björn telja, að framganga Steingríms í þinginu sýndi að vanstrauststillagan væri flutt til að koma illu af stað en ekki til að sætta þjóðina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert