Krafa um að viðtali við Geir verði skilað

Páll Magnússon, útvarpsstjóri, hefur gefið G. Pétri Matthíassyni, fyrrverandi fréttamanni Sjónvarpsins, sólarhringsfrest til að skila gögnum sem hann tók í heimildarleysi frá Ríkisútvarpinu og biðjast afsökunar á framferði sínu.

Fram kom í fréttum RÚV, að tilefnið sé að Pétur birti á bloggsíðu sinni viðtal sem hann tók við Geir H. Haarde forsætisráðherra, í janúar 2007 þegar hann starfaði sem fréttamaður Sjónvarpsins.

Í viðtalinu spurði Pétur Geir um  upptöku evru án inngöngu í ESB. Geir stöðvaði viðtalið í miðjum klíðum þar sem hann var ósáttur við spurningar Péturs. Myndbandið sýnir síðan samtal milli Geirs og Péturs í kjölfarið. Þessi upptaka var ekki sýnd í Sjónvarpinu.

Í bréfi Páls til starfsmanna RÚV segir hann að verði Pétur ekki við tilmælum sínum verði málið afhent lögfræðingum Ríkisútvarpsins tilmeðferðar.

G. Pétur Matthíasson
G. Pétur Matthíasson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert