Hætta á klofningi innan SA

Evrópuumræðan sem er að koma upp hjá Samtökum atvinnulífsins er mjög athyglisverð, að mati Gunnars Helga Kristinssonar, prófessors í stjórnmálafræði við HÍ. ,,Það hefur verið litið svo á að sjávarútvegurinn hafi neitunarvald um þetta mál og samtökin hafa ekki mátt hreyfa sig. Nú virðist því vera lokið,“ segir hann.

,,Ég met það svo að nú ætli Samtök atvinnulífsins ekki að láta sjávarútveginn stöðva sig lengur og fara áfram með þetta mál,“ segir hann. Þessar hræringar á vettvangi SA skipta einnig máli fyrir Sjálfstæðisflokkinn „sem er auðvitað tengdur samtökum atvinnurekenda margvíslegum böndum og þessi klofningur í röðum atvinnurekenda er örugglega líka til staðar í Sjálfstæðisflokknum.“

Að mati hans hefur verið sett af stað atburðarás í Sjálfstæðisflokknum sem erfitt er að ætla að geti endað á annan hátt en með einhverskonar hugmynd um aðild að ESB. Ólíklegt sé að flokkurinn haldi landsfund til þess eins að árétta fyrri stefnu. Gunnar Helgi bendir á að skv. fylgiskönnunum að undanförnu virðist margir Evrópusinnar sem fylgt hafa Sjálfstæðisflokknum að málum hafa snúið sér annað, sennilega mest yfir til Samfylkingarinnar. Ef niðurstaða landsfundarins um aðildarumsókn að ESB verður klárt nei gæti flokkurinn klofnað, telji Evrópusinnarnir í flokknum sig ekki eiga framtíð innan hans. Sú hætta er líka til staðar ef niðurstaðan verður já en það er þó ekki eins líklegt að mati Gunnars Helga. Neikvæð niðurstaða gæti líka haft áhrif á framhald stjórnarsamstarfsins. Hún yrði eins og köld vatnsgusa fyrir Samfylkinguna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert