Davíð: Of mikið gert úr ummælum

Davíð Oddsson, seðlabankastjóri.
Davíð Oddsson, seðlabankastjóri. mbl.is/Kristinn

Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, segir að gert hafi verið meira en efni standi til úr ummælum, sem höfð er eftir honum í Fyens Stiftstidende. Þar er haft eftir Davíð að hann muni snúa aftur í stjórnmálin, verði hann þvingaður úr starfi seðlabankastjóra.

Davíð sagði, að Bent A. Kock, fyrrverandi ritstjóri Fyens Stiftstidende, hefði óskað eftir að fá að hitta hann nýlega og þeir hefðu átt langt og gott samtal.  Davíð sagðist m.a. hafa rætt um hugðarefni sín, þar á meðal stjórnmál, og  sagt að kannski myndi hann taka þátt í þeim aftur ef þannig bæri undir.  

Sagði Davíð, að í viðtalinu hefðu þessi ummæli hins vegar verið sett í annað samhengi en tilefni var til og menn læsu nú úr þeim allt annað og meira en til var ætlast. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert