Tuttugu mánaða fangelsi fyrir margvísleg brot

mbl.is/Sverrir

Hæstiréttur hefur dæmt karlmann á fertugsaldri í 20 mánaða fangelsi fyrir 25 þjófnaði og hlutdeild í þjófnaði, nytjastuld, gripdeild, skjalafals, fjársvik, fíkniefna- og umferðarlagabrot. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur var þyngdur um fimm mánuði.

Manninum var virt það til refsiþyngdar að sakaferill hans var töluverður og þá hafði hann ítrekað gerst sekur um sumar tegundir brotanna. Þá hafði maðurinn hlotið skilorðsbundna refsingu í maí árið 2007.

Maðurinn er fæddur á árinu 1974 og er sakarferill hans töluverður. Hann hlaut fyrst dóm 1996, skilorðsbundið fangelsi í einn mánuð, fyrir þjófnað og fíkniefnalagabrot.

Honum er gert að greiða 208.007 krónur í sekt sem og allan áfrýjunarkostnað, rúmar 350.000 kr. Hann var einnig sviptur ökuréttindum og þá voru fíkniefni gerð upptæk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert