Sagt upp og samningi rift

Fulltrúar Teymis í stjórn Tals sögðu í gær forstjóra félagsins, Hermanni Jónassyni, upp störfum og tilkynntu að samningi sem hann hefur nýlega gert um aðgang að gsm-dreifikerfi Símans í stað kerfis Vodafone, hefði verið rift. Hermanni mun hafa verið vísað af skrifstofu sinni og meinaður aðgangur að gögnum þar.

Teymi sem jafnframt er eigandi símafélagsins Vodafone á 51% eignarhlut í Tali á móti Jóhanni Óla Guðmundssyni og Hermanni. „Ég tel brottvikningu Hermanns ólögmæta og ekki í samræmi við samþykktir félagsins eða hluthafasamkomulag sem er í gildi milli eigenda félagsins,“ segir Jóhann Óli og bætir því við að ákvörðunin stríði einnig gegn skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið setti til að tryggja sjálfstæði félagsins. Hann segir að samningurinn sem Hermann gerði við Símann hafi tryggt viðskiptavinum félagsins betri kjör og meira þjónustuöryggi en fyrri samningur við Vodafone.

Þórdís J. Sigurðardóttir, stjórnarformaður Tals, segir að samningurinn við Símann hafi verið ólögmætur. Í gildi hafi verið samningur við annað símafyrirtæki. Þá hafi Hermann ekki haft samráð við stjórn fyrirtækisins við gerð hans.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert