Jón Gerald kynnir Smart Kaup

Jón Gerald Sullenberger vill setja á fót nýjar lágvöruverðsverslanir á …
Jón Gerald Sullenberger vill setja á fót nýjar lágvöruverðsverslanir á Íslandi. mbl.is/RAX

Athafnamaðurinn Jón Gerald Sullenberger kynnti í dag hugmyndir að nýrri lágvöruverðsverslun, sem kallast Smart Kaup. Verði verslunin að veruleika myndi hún aðallega selja matvöru og heimilstengdar nauðsynjavörur.

Jón Gerald kom til landsins í desember sl. til að kanna möguleika og áhuga því að stofna slíka verslun hér á landi. Hann segir að hugmyndin hafi fengið góðar undirtektir.

Hugmyndin er fullmótuð en fjármögnunin er ekki fullfrágengin. Á kynningarfundi í dag var áhugasömum boðið að taka þátt í kynningu á verkefninu og fá nánari upplýsingar, m.a. um fjármögnunina, með það í huga að taka þátt í fjármögnun.

Skv. upplýsingum mbl.is hefur Jón Gerald unnið að verkefninu bæði hérlendis og erlendis með Jim Schafer og Kevin Griffin sem hafa mikla reynslu í uppsetningu og rekstri slíkra verslana víða um heim. Hafa þeir lýst áhuga að koma hingað til lands og aðstoða við að setja verslunina upp.




mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert