Obama vill til Íslands

Leiðtogar NATO-ríkjanna í dag. Össur gengur á milli Angelu Merkel, …
Leiðtogar NATO-ríkjanna í dag. Össur gengur á milli Angelu Merkel, kanslara Þýskalands og Baracks Obama. Reuters

Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, verður boðið í opinbera heimsókn til Íslands við fyrsta tækifæri, að því er Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, sagði í fréttum Ríkisútvarpsins. Sagði Össur að Obama hefði sjálfur átt frumkvæðið.

Össur sat leiðtogafund NATO í Strassborg í gær og dag. Hann sagði við Útvarpið, að þegar þeir Obama hittust á fyrsta fundinum hafi Obama komið beint til sín og sagt að hann langaði að koma til Íslands. Hann ætli að reyna að finna tíma til þess.

Össur sagði, að Bandaríkjaforseti hefði lýst því yfir eins og fleiri leiðtogar að þótt  Ísland hafi verið fyrsta landið til að fara niður í öldusogi fjármálaþrenginga heimsins yrði það líka fyrsta landið til að fara upp. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert