Götuvirki hústökufólksins

Hústökufólk í miðborginni hlóð virki í dag fyrir utan  Vatnsstíg 4. þar sem hópurinn hefur hafst við að undanförnu og vill koma upp félagsheimili. Eigendur gáfu fólkinu frest til að yfirgefa húsið fyrir fjögur og sögðust að öðrum kosti láta lögreglu rýma það.

Fókið sótt innanstokksmuni í nærliggjandi hús til að nota í virki en þau hús standa einnig auð og eru í hálfgerðri vanhirðu. Þá negldu það slagbrand fyrir bakdyrnar.

Þau  segjast hafa tekið til í húsinu og gert þar fínt til að skapa félagslegt rými, meðal annars er þar búð þar sem allt er ókeypis, lítið bókasafn og sameiginlegt eldhús. Fyrirhugað er að bjóða fólki sem þarf ýmsa aðra þjónustu.

Talsverður hópur fólks stendur vörð um húsið en ekkert bólar á lögreglunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert