Fékk hland fyrir hjartað

Nikulási Úlfari Mássyni forstöðumanni Húsafriðunarnefndar ríkisins blöskraði aðferðir lögreglu við að rýma húsið við Vatnsstíg 4. Í gær. Hann segir fjölda fólks hafa hringt til sín og verið hneykslað á þeirri útreið sem húsið fékk.  Ekki liggi fyrir heimild til að rífa húsið.

Hann segir ekki laust við að hann hafi fengið hland fyrir hjartað þegar hann sá aðgerðirnar í gær. Lögreglan hafi beitt kúbeini og keðjusög og í raun mulið húsið niður. Krakkarnir hafi hótað því að fara inn í fleiri hús og hann voni að lögreglan beiti framvegis öðrum aðferðum við að rýma gömul hús.

Húsið við Klapparstíg 4, er frá árinu 1901 og því eitt af elstu húsunum á reitnum sem verktakafyrirtækið ÁF vill rífa til að reisa glæsibyggingu. Það hefur þó ekki verið friðað og Húsafriðunarnefnd hefur ekki lagst gegn niðurrifi. Það þarf sérstakt leyfi til að rífa hús sem eru eldri en frá árinu 1918. Nikulás Úlfar segir að það hafi ekki verið gerð tillaga um að vernda þetta hús, Þeir sem vilji vernda hús hafi staðið í varnarbaráttu og þurf að gefa ýmislegt eftir. Þetta hús hafi einfaldlega verið fórnarlamb þessara hugsunar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert