„Ætti að leita annað miðað við áherslu á ESB-umsókn"

Atli Gíslason
Atli Gíslason

Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna í Suðurkjördæmi, sagði að miðað við orð Jóhönnu Sigurðardóttur um mikilvægi aðildarumsóknar að Evrópusambandinu, ætti Jóhanna frekar að kanna möguleika á samstarfi við aðra en VG.

„Miðað við þá þungu áherslu sem hún lagði á þetta í [fyrri-]nótt... þá ætti hún frekar að leita eftir samstarfi við Framsóknarflokkinn og Borgarahreyfinguna, það er mín persónulega skoðun,“ sagði hann. Jóhanna hefði talað miklu djarfar um Evrópusambandið en áður og djarfar en hún hefði efni á að gera.

Atli sagðist andvígur aðild Íslands að ESB og vildi ekki að Ísland sækti um, nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsókn. Aðspurður sagði Atli að hann myndi ekki styðja aðildarumsókn, nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu, hvorki á vettvangi flokksins né á Alþingi.

Nánar er rætt við Atla í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert