Innhverf íhugun kennd á lágmarksverði

David Lynch kvikmyndaleikstjóri með gullljónið sem hann fékk í Feneyjum
David Lynch kvikmyndaleikstjóri með gullljónið sem hann fékk í Feneyjum

David Lynch kvikmyndaleikstjóri verður í Reykjavík 1.-3.  maí n.k. Hann ætlar „að kynna verkefni sem miðar að því að færa íslensku þjóðinni heilbrigði, sköpunarmátt, velmegun og frið með innhverfri íhugun,“ eins og segir í fréttatilkynningu.

Það eru David Lynch Foundation og Íslenska íhugunarfélagið sem kynna heimsókn kvikmyndaleikstjórans. Hann mun halda blaðamannafund og einnig taka þátt í málþingi í Háskólabíói 2. maí kl. 14.00.

„Áætlun Lynch miðar að því að bjóða öllum Íslendingum að læra innhverfa íhugun á lágmarksverði ásamt því að leggja grunninn að stöðugum friðarhópi 200 iðkenda sérstakrar framhaldstækni sem, að sögn Lynch, mun skapa samstillingu í þjóðarvitundinni og færa íslensku þjóðinni áður óþekkt lífsgæði á öllum sviðum. „Íslenska þjóðin mun upplifa framfarir sem erfitt er fyrir hana að ímynda sér í dag.”,“ segir m.a. í tilkynningunni.

Lynch segir að ekki sé um tilraun að ræða, frekar vísindalega sýnikennslu byggða á rannsóknum til 50 ára sem staðfesti áhrif innhverfar íhugunar á einstaklinginn og allt samfélagið. Vísindamönnum við Háskóla Íslands verður boðið að safna niðurstöðum um þau áhrif sem strax koma fram í kjölfar verkefnisins og þau áhrif sem fram koma til lengri tíma á Íslandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert