Buðu mótmælendum til viðræðna

Hópur fólks kom saman fyrir framan Alþingishúsið í dag og vildi með því mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í málefnum heimilanna. 

Frá Austurvelli gekk hópurinn að Stjórnarráðinu en þar komu Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon út á tröppur og buðu fulltrúum mótmælenda inn til viðræðna. Var það boð þegið og fóru nokkrir inn með stjórnmálaleiðtogunum.

ASÍ hvetur almenning til að taka þátt enda þolinmæðin gagnvart aðgerðarleysi stjórnvalda þrotin.

Samtökin Nýir tímar stóðu fyrir aðgerðunum og nutu m.a. stuðnings Alþýðusambands Íslands. Í fundarboðinu sagði, að  minna yrði stjórnvöld á að heimili landsmanna séu að brenna upp í skuldum og að sú skjaldborg, sem slá átti um hemilin sé hvergi sjáanleg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert