Nýir fulltrúar VR valdir

Margir mættu á ársfund Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
Margir mættu á ársfund Lífeyrissjóðs verzlunarmanna mbl.is/Golli

Stjórn VR ákvað á fundi í dag að skipta út fulltrúum sínum í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Hún ákvað jafnframt að Ragnar Önundarson, viðskiptafræðingur, verði nýr formaður stjórnarinnar. 

Auk Ragnars setjast í stjórn Ásta Rut Jónasdóttir, Stefanía Magnúsdóttir fyrrverandi varaformaður VR og Benedikt Vilhjálmsson, sem sat í stjórn sjóðsins, samkvæmt tillögu stjórnar VR.

Samkvæmt upplýsingum mbl.is liggur fyrir lögfræðilegt álit, sem unnið var fyrir stjórn VR, sem segir að rangt sé að ekki sé hægt að skipta um stjórnarmenn nema á þriggja ára fresti. 

Venjulega er stjórn lífeyrissjóðsins tilnefnd til þriggja ára í senn og hefði kjörtímabili núverandi stjórnar átt að ljúka á næsta ári. Gunnar Páll Pálsson, fyrrverandi formaður VR, hefur verið stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. 

Stjórn VR valdi Ragnar Önundarson sem formann stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna.
Stjórn VR valdi Ragnar Önundarson sem formann stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert