Lífeyrir styrki forða

mbl.is/

Vilji er til þess hjá aðilum vinnumarkaðarins og stjórnvöldum að fá lífeyrissjóði landsins til þess að lána í auknum mæli til framkvæmda, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Hefur þetta komið upp í viðræðum þessara aðila. Þá hefur einnig verið rætt um að lífeyrissjóðir landsins flytji erlendar eignir sínar til landsins til þess að styrkja gjaldeyrisvarasjóð Seðlabanka Íslands.

Erlend verðbréfaeign lífeyrissjóða í landinu nam 473 milljörðum króna í árslok síðasta árs og jókst um rúmlega þrjú prósent frá árinu áður. Heildareignir lífeyrissjóðanna námu um 1.657 milljörðum króna í lok ársins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert