Fangar á Hrauninu fá nýtt starf

Sigríður María Róbertsdóttir, Margrét Frímannsdóttir og Jónas Ingi Ragnarsson voru …
Sigríður María Róbertsdóttir, Margrét Frímannsdóttir og Jónas Ingi Ragnarsson voru kampakát við undirritun samningsins á Litla-Hrauni

Vinnuglaðar hendur á Litla- Hrauni eru margar en undanfarna mánuði hefur þar verið æ minni vinnu að fá. Fangarnir hafa því margir hverjir setið aðgerðalausir, en fá nú nokkrir að spreyta sig á nýju verkefni, í samstarfi við fyrirtækið SKSigló fyrir Ljósmyndasafn Siglufjarðar.

Safnið á mörghundruðþúsund ljósmyndir sem teknar hafa verið á Siglufirði eða af Siglfirðingum í gegnum tíðina og er bráð þörf á því að koma þeim í stafræna varðveislu með sem skipulegustum hætti.

SKSigló skrifaði því í gær undir samstarfssamning til 6 mánaða við Litla-Hraun um að þar á bæ tækju fangar að sér að skanna ljósmyndirnar inn á tölvu og frumskrásetja þar. Að sögn Finns Yngva Kristinssonar hjá SK Sigló kviknaði hugmyndin eftir fréttir um að fangar leituðu logandi ljósi að verkefnum eftir að bílnúmeraframleiðslan hrundi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert