Íslandsmet í sjósundi

Sjósundskappar á Viðeyjarsundi nú síðdegis.
Sjósundskappar á Viðeyjarsundi nú síðdegis. mbl.is/Kristinn

Á annað hundrað manns tekur nú þátt í skipulögðu sjósundi milli Skarfakletts og Viðeyjar í Reykjavík. Ljóst er að um er að ræða nýtt met í sjósundi en gamla metið var sett fyrir tveimur árum þegar 55 tóku þátt í samskonar sundi. Í morgun höfðu 125 skráð sig í sundið í dag.

Tilefni sundsins er að fagna gríðarlegri aukningu í ástundun sjósunds og sjósundafrekum sumarsins: Fimm Eyjasund, Hríseyjar-,Viðeyjar- og Drangeyjarsundum. Og síðan ekki síst að kveðja Ermarsundgarpana sem senn leggja af stað í Ermarsundið, en Ermarsundsgarparnir eru hópur reyndra sjósundmanna og kvenna. Þar á meðal er Benedikt Hjartarson, sem synti yfir Ermarsund í fyrra, og boðsundsveit sem ætlar sér að synda Ermarsund, báðar leiðir, eða um 90 km sund.

Viðeyjarsund er um 910 metrar og 1820 metrar báðar leiðir.  Fimm til sex björgunarbátar eru á staðnum og gæta fyllsta öryggis sundmanna. Einnig synda reyndir sjósundgarpar  með hópnum og sjá til þess að allt gangi vel fyrir sig. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert