Eldsvoði að Dalbraut í nótt

Töluverðar skemmdir urðu í eldsvoða í vídeóleigu Laugarásvídeó við Dalbraut 1 í Reykjavík í nótt.

Slökkvilið fékk útkall um klukkan hálffjögur í nótt. Þá logaði töluverður eldur í videóleigunni. Slökkvistarf gekk vel.

Í húsinu eru auk vídeóleigunnar, hársnyrtistofur og pissastaður. Þá eru a.m.k. sex íbúðir í húsinu en ekki kom til þess að rýma þyrfti íbúðirnar.

Eldsupptök eru ókunn en grunur er um íkveikju.

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins óskaði eftir aðstoð Rauða krossins vegna brunans rétt fyrir klukkan hálffimm í morgun. Tveir sjálfboðaliðar úr viðbragðhópi Rauða krossins mættu á vettvang. Þeir veittu íbúum aðhlynningu og sálrænan stuðning og miðluðu upplýsingum. Auk þess var útveguð gisting fyrir þrjá einstaklinga sem ekki gátu dvalið í húsinu vegna reykjarlyktar. Hundi í eigu heimilisfólks var sömuleiðis útveguð gisting.

Í tilkynningu Rauða krossins segir að fólkinu verði boðin aðstoð ef á þarf að halda næstu daga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert