Innan við þriðjungur tilbúinn í greiðsluverkfall

Um 30% þeirra, sem tóku þátt í skoðanakönnun á vegum Hagsmunasamtaka heimilanna, sögðust reiðubúin til að taka þátt í tímabundnu greiðsluverkfalli og 16% sögðust tilbúin til að taka þátt í greiðsluverkfalli til langs tíma.

Mikill meirihluti, rúmlega 87%, sagðist hins vegar vera tilbúinn til að taka þátt í að þrýsta á stjórnvöld um aðgerðir í þágu heimilanna og 56% sögðust vera tilbúin til að taka þátt í hópmálsókn gagnvart fjármálafyrirtækjum. Þá sögðust 63,7% reiðubúin til að greiða eingöngu af lánum í samræmi við upphaflega greiðsluáætlun.

39,7% sögðust tilbúin til að taka lausafjármuni sína út úr ríkisbönkum og 30,1% að færa alla fjármuni sína og bankaviðskipti frá núverandi viðskiptabanka til annarrar fjármálastofnunar.

Capacent gerði könnunina fyrir Hagsmunasamtök heimilanna dagana 25. ágúst til 10. september. Úrtakið var 1678 manns á öllu landinu, 16 ára eða eldri, handahófsvaldir úr þjóðskrá. Endanlegt úrtak var 864 manns og svarhlutfall 52,4%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka