Harður árekstur á Selfossi

Ökumaður jeppans var fluttur á heilbrigðissstofnun Suðurlands til aðhlynningar.
Ökumaður jeppans var fluttur á heilbrigðissstofnun Suðurlands til aðhlynningar. mbl.is/Guðmundur Karl

Mjög harður árekstur varð á Austurvegi á Selfossi skömmu fyrir hádegi þegar fullhlaðinn vöruflutningabíll ók aftan á jeppa. Ökumaður jeppans var fluttur á heilbrigðisstofnun Suðurlands þar sem hann kvartaði undan meiðslum í bak og hálsi. 

Að sögn lögreglunnar á Selfossi voru tildrög slyssins þau að bifreið var að auka austur Austurveg og stöðvaði til þess að aka upp í húslóð. Jeppinn sem kom á eftir fólksbifreiðinni stöðvaði í tæka tíð en vöruflutningabíll sem kom á eftir jeppanum skall á jeppann með fyrrgreindum afleiðingum.

Jeppinn skemmdist töluvert, en engu að síður ökufær. Ekki sást á vöruflutningabílnum og ökumaður hans kenndi sér ekki meins.
 
 
 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert