FME rannsakar allsherjar markaðsmisnotkun banka

Fjármálaeftirlitið hefur nú til rannsóknar hvort föllnu bankarnir; Landsbankinn, Glitnir og Kaupþing, hafi kerfisbundið reynt að halda verði eigin hlutabréfa uppi fyrir hrun bankakerfisins á síðasta ári og þannig sent misvísandi skilaboð til markaðarins, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Rannsóknin, sem hefur staðið yfir í nokkurn tíma og nær nokkur ár aftur í tímann, er lengst á veg komin í tilviki Kaupþings. Grunur leikur á að bankinn hafi stýrt verði á eigin hlutabréfum með því að útbúa stöðuga eftirspurn eftir bréfunum.

Rannsóknin beinist m.a. að því að kerfisbundið hafi verið reynt að hafa áhrif á verð hlutabréfanna og þar með dregin upp röng mynd af raunverulegu verðmæti, en mörg dæmi eru um lánveitingar hjá Kaupþingi til eignarhaldsfélaga þar sem lán voru nýtt til að kaupa hlutabréf í bankanum og einu veðtryggingarnar voru bréfin sjálf.

Dæmi um slíkt eru t.d. lánveitingar til Holt Investments Ltd., eignarhaldsfélags Skúla Þorvaldssonar, þar sem eini tilgangur láns virðist hafa verið hlutabréfakaup í Kaupþingi, og jafnframt lán til Kevins Stanfords. Heildarlán til Stanfords, sem var fjórði stærsti hluthafi Kaupþings, námu 374,8 milljónum evra (um 68,5 milljörðum króna). 45 prósent lánanna voru nýtt til hlutabréfakaupa í Kaupþingi og stór hluti veðtrygginga var bréfin sjálf.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert