Aukin stundvísi hjá Icelandair

Icelandair Boeing 757
Icelandair Boeing 757

Starfsfólk Icelandair hefur á þessu ári náð að auka stundvísi félagsins. Í september voru 94,5% fluga félagsins á réttum tíma, Það sem af er árinu er stundvísin 93,%, sem er mun betri árangur en áður hefur náðst hjá Icelandair, samkvæmt fréttatilkynningu frá Icelandair.

„Icelandair er nú í fremstu röð flugfélaga og var í mánuðinum stundvísasta flugfélagið innan AEA, Evrópusambands flugfélaga í áætlunarflugi milli Evrópu og Bandaríkjanna og á stuttum og meðallöngum flugleiðum innan Evrópu," samkvæmt tilkynningu.

Stundvísi flugfélaga er mæld með þeim hætti að ef innan við 15 mínútur líða á milli áætlunartíma og raunverulegrar brottfarar frá hliði telst flugvélin hafa farið á réttum tíma.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert