Eiga Íslendingar að greiða?

Á vef breska dagblaðsins Guardian er nú hægt að taka þátt í skoðanakönnun þar sem lesendum gefst kostur á að tjá skoðun sína á því hvort Íslendingum beri að greiða Icesave-skuldina. Svipuð könnun er á vef bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal. Á báðum vefjunum telur mikill meirihluti að Íslendingum beri ekki að greiða.

Af rúmlega 600 manns, sem tekið hafa þátt í netkönnun  Wall Street Journal  segja 454 nei, eða 74,7% en 154 eða 25,3% já.

Munurinn er enn meiri í samskonar könnun netútgáfu breska blaðsins Guardian. Þar hafa 79,9% svarenda sagt nei við sömu spurningu en 20,1% já. 

Netkönnun Wall Street Journal

Netkönnun Guardian

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert