Góðgerðarsjóður fjármagnar gagnaver

Athafnasvæði gagnavers Verne Holdings á Ásbrú í Reykjanesbæ
Athafnasvæði gagnavers Verne Holdings á Ásbrú í Reykjanesbæ

Wellcome Trust, sjálfstæður góðgerðarsjóður, fjármagnar að öllu leyti fyrsta áfanga gagnavers Verne Holdings á Suðurnesjum. Samningur um hlutafjárframlag frá góðgerðarsjóðnum hefur verið undirritaður og með fjárfestingunni verður hann stærsti hluthafi í Verne Holdings.

Wellcome Trust gengur til liðs við þá fjárfesta sem fyrir eru í verkefninu, General Catalyst og Novator. Gagnaver Verne Global rís nú á 180.000 fermetra lóð í Keflavík þar sem áður stóðu vöruhús og aðrar byggingar á vegum Atlantshafsbandalagsins.

Wellcome Trust er sjálfstæður góðgerðarsjóður sem stofnaður var samkvæmt erfðaskrá Sir Henry Wellcome árið 1936. Sjóðurinn er annar stærsti bakhjarl rannsókna í líf- og læknisfræði í heimi og hefur það hlutverk að hlúa og stuðla að rannsóknum sem bæta heilsu manna og dýra. Sjóðurinn, sem er skráður í Englandi og Wales og fer með stærsta eignasafn sjóða í Bretlandi, hefur fjárfest í margvíslegum verkefnum, samtals að upphæð 21 milljarður Bandaríkjadala skv. tölum 30. september 2009.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert